Skátafélagið Skjöldungar

skátafélag í Laugardal, Reykjavík

Skátafélagið Skjöldungar er skátafélag í Laugardal, Reykjavík. Skátafélagið býður upp á skátastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 5-25 ára. Skátafélagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur.

Skátafélagið Skjöldungar
Stofnun1969
MarkaðsvæðiLaugardalur, Heimar, Vogar og Laugarnes
ForstöðumaðurHelga Þórey Júlíudóttir
Vefsíðahttp://skjoldungar.is/

Saga félagsins

breyta

Upphaf Skátafélagsins Skjöldunga má rekja til þess að ungir skátar komu saman og stofnuðu skátasveitina Skjöldunga undir merkjum Skátafélags Reykjavíkur, árið 1955. Síðar breyttist skipulag skátastarfs í Reykjavík og Skjöldungar urðu að skátadeild og starfaði fyrst um sig í Skátaheimilinu við Snorrabraut en flutti inn í nýinnréttuð húsakynni við Dalbraut árið 1966. Sumarið 1969 var svo ákveðið að stofna Skátafélagið Skjöldunga í Vogahverfi og varð Björgvin Magnússon fyrsti félagsforingi þess.[1] Félagið var formlega stofnað 5. október 1969 á sal Vogaskóla og var félagið að mestu skipað börnum og ungmennum, en af tæplega þrjúhundruð skátum voru einungis fimmtán fjárráða.[2] Á árunum 1977-1979 fluttust Skjöldungar í nýtt skátaheimili og voru þá jafnframt teknir inn kvenskátar í fyrsta skipti.[3]

 
Skátaskálinn Hleiðra við Hafravatn er í eigu Skátafélagsins Skjöldunga.

Skátaskálar

breyta

Skátafélagið Skjöldungar á og rekur tvo skátaskála, Kút á Hellisheiði og Hleiðru við Hafravatn.[4] Hleiðra var byggð árið 1964 og er 34 fermetrar að grunnfleti. Vatn er í skálanum að sumri til.[5]

  1. Skjöldungar. „Skjöldungasaga“. Skátafélagið Skjöldungar (bandarísk enska). Sótt 28. október 2020.
  2. „Morgunblaðið - 253. tölublað (06.11.1999) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 28. október 2020.
  3. Skjöldungar. „Skjöldungasaga“. Skátafélagið Skjöldungar (bandarísk enska). Sótt 28. október 2020.
  4. Sigurjónsdóttir, Signý Kristín. „Skátaskálar“. Skátafélagið Skjöldungar (bandarísk enska). Sótt 28. október 2020.
  5. „Skátafélagið Skjöldungar - Reykjavík“. wayback.vefsafn.is. Afritað af uppruna á 16. nóvember 2004. Sótt 28. október 2020.