Skátafélagið Hafernir/Eina
Skátafélagið Eina var stofnað um haustið 1988 í útilegu á Úlfljótsvatni, en það var stofnað úr rótum Urðarkatta sem hafði starfað í Neðra-Breiðholti síðan 1977. Í fyrstu störfuðu Skátafélagið Urðarkettir og Skátafélagið Eina í kjallara Breiðholtsskóla en þann 22. febrúar 1996 eignaðist skátafélagið sitt húnsnæði að Arnarbakka 1-3. Síðar, þegar félagið hætti störfum, flutti BÍS í húsnæðið til bráðabirgða á meðan verið var að klára byggingu Skátamiðstöðvarinnar að Hraunbæ 123.