Skátafélagið Hafernir

skátafélag í Breiðholti, Reykjavík

Skátafélagið Hafernir (stofnað 1974) er skátafélag í Breiðholti, Reykjavík. Skátafélagið býður upp á skátastarf fyrir börn á aldrinum 7-15 ára. Skátafélagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur.

Skátafélagið Hafernir
StaðsetningHraunberg 12
MarkaðsvæðiEfra Breiðholt
ForstöðumaðurJens Pétur Kjartansson

Skátafélagið Hafernir var stofnað þann 23. nóvember 1974, um leið og félagsmiðstöðin Fellahellir tók til starfa. Starfið byrjaði af þrótti og eftir aðeins eitt ár í starfi voru 230 börn í félaginu, þó aðeins væru 6 fullorðnir leiðbeinendur.[1] Um tíma sameinaðist félagið tveimur öðrum félögum í Breiðholti, skátaafélaginu Urðaköttum og Skátafélaginu Segli, en félagið starfar nú undir eigin stjórn.

Skátasveitir

breyta

Í félaginu starfa þrjár skátasveitir:[2]

  • Drekaskátasveitin Arnarungar fyrir 3.-4. bekkinga
  • Fálkaskátasveitin Söfuglar fyrir 5.-7. bekkinga
  • Dróttskátasveitin Næturgalar fyrir 8-10. bekkinga

Heimildir

breyta
  1. „Dagblaðið - 63. tölublað (22.11.1975) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 28. október 2020.
  2. „Skátafélagið Hafernir“. www.hafernir.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2020. Sótt 28. október 2020.