Skátafélagið Segull

Skátafélagið Segull er skátafélag í Breiðholti II, í Skóga- og Seljahverfi, Reykjavík. Skátafélagið er með aðsetur í kjallara Tindasels 3.

Skátafélagið Segull
Stofnun1982
StaðsetningTindasel 3
MarkaðsvæðiSkóga- og Seljahverfi, Stekkir og Bakkar
ForstöðumaðurGuðjón Hafsteinn Kristinsson

Segull býður upp á skátastarf fyrir ungmenni á aldrinum 10 – 25 ára og leggur mikla áherslu á samfélagsverkefni, útivist og náttúruvernd. Boðið eru uppá skátastarf í mismunandi aldursflokkum og er starfað í skátasveitum. Drekaskátasveitin Rostungar er fyrir 7-9 ára. Fálkaskátasveitin Mörgæsir eru fyrir 10-12 ára. Dróttskátasveitin eru fyrir 13-15 ára.

Saga breyta

Skátafélagið Segull (1982) er þriðja skátafélagið af fjórum sem stofnað hefur verið í Breiðholti.  Fyrir voru Skátafélögin Urðarkettir (1972-1988) í Neðra-Breiðholti og Hafernir (1974) í Efra-Breiðholti. Síðar kom nýtt félag, Skátafélagið Eina (1988-2000) sem tók við af Urðarköttum, en sameinaðist að lokum Haförnum haustið 2000.   Seljahverfi fór að byggjast upp á 8. áratugnum og því þörf á nýju félagi þar eins og upp í Efra-Breiðholti.

Fyrstu árin breyta

Skátastarfið hófst haustið 1981 en var formlega stofnað 22. febrúar 1982. Undirbúningur fyrir nýtt skátafélag í Seljahverfi hófst sumarið 1981 þegar kallað var saman gott fólk undir stjórn Garðbúana Önnu Gunnhildar Sverrisdóttur og Valdimars Péturssonar. Anna varð síðar fyrsti félagsforingi Seguls. Haustið 1981 hófst formlegt skátastarf í Seljahverfi með einni áfangasveit "Segulstál" og einni léskátasveit "Ólátabelgir". Stuðst var við áfangakerfið í starfi skátasveitarinnar sem saman stóð af 19 stelpum og 5 strákum og var skipt um sveitarforingja í lok maí sem tóku við sumarstarfinu sem byggðist á II-stigi og útilífi. Fyrsti áfangasveitarforingi var Halldór Gunnarsson. Léskátar störfuðu að mestu eftir dagskrána í "Smándrinu græna" og var sveitarforingi Stefanía Sigurðardóttir.

Fundirnir voru haldnir í skólastofum Ölduselsskóla og var fyrsta árgjaldið kr. 300 og þar af 150 fór í skatt til BÍS. Bogi Sigurðsson sem var í fyrstu stjórn félagsins samdi fyrri félagssöng Seguls. Fyrsti félagsforingi félagsins var Anna Gunnhildur Hauksdóttir eða fram að framhaldsaðalfundi 10. maí 1984 en þá tók Valdimar Pétursson við. Félagið var svo formlega stofnað á hátíðarfundi þann 22. febrúar 1982 í sal Ölduselsskóla. Fyrsti fundur stjórnar- og foringjaráðs skátafélagsins Seguls var einnig skólanum, miðvikudaginn 10. mars 1982. Í sveitunum hafði fjölgað og voru nú 28 í áfangasveitinni og 33 í léskátunum.

Húsnæði breyta

Fyrir velvilja skólastjórnenda Ölduselsskóla, fékk Segull haustið 1982 til afnota kennsluskúr við skólann sem félagið var í þangað til að skúrinn var fjarlægður af skólalóðinni. Skúrinn var kallaður "Seglasel". Í framhaldi af því fékk skátafélagið aftur inní í skólahúsnæðinu og deildi því með skólastarfinu. Auk þess fékk félagið að hafa þar eina kistu með sínu dóti.

Í febrúar 1988 voru hjólin farin að snúast í húsnæðismálum og í mars er gengið kaupum á tímabundnu húsnæði í kjallara Tindaseli 3, þar sem Seljasókn hafði aðsetur. Skátafélagið tók lán uppá 500 þúsund kr. til að greiða sinn hlut. Þegar kom að því að velja lit á herbergin voru Seglar ekki sammála en samkomulag náðist um að hafa herbergin í einhverjum af þessum litum: hvít, gul, rauð, ljós blá eða ljós græn. Ákvörðun var svo tekinn þann 27. október 1988 um nafn á heimilið og heitir það Vinaþel. Í vígslunefnd voru Sigurjón Einarsson, Ragnheiður Ármannsdóttir og Magnús H Jónsson. Skátaheimilið var svo vígt formlega þann 5. nóvember 1988.[1]

Skátaskálinn Bæli breyta

Haustið 1983 fékk Segull til afnota skátaskálann Bæli á Hellisheiði. Skipuð var skálanefnd sem í voru Sigurður Bogason, Hanna Dóra Magnúsdóttir og Guðrún Pálsdóttir og var fyrsta skálagjaldið ákveðið 90 kr. fyrstu nóttina og 60 kr. næstu nótt eða samtals 150 kr. helgin. Sett var sú regla að ekki mættu fara uppá Heiði skátar 15 ára og eldri en þó fékkst leyfi frá stjórn að senda í fyrstu ferðina 5 skáta undir 15 ára. Síðar afhenti Segull Bæli til Skátafélagsins Kópa sem gerði upp skálann með miklum myndarbrag árið 2011.

Dróttskátasveitin Yotoo breyta

Páskanna 1987 var dróttskátasveitin Yotoo stofnuð undir forystu sveitarforingjana Trausta Sigurðssonar og Atla B Bachmann. Fyrsta vígsluútilegan fór fram í Bæli.

Fjáraflanir breyta

Jólakortasala hófst árið 1989 og var þessi fjáröflun við líði næstu tíu árin með einni undantekningu árið 1991 en þá seldi Segull jóladagatal Sjónvarpsins eða þangað til haustið 1998 þegar félagið hóf að selja klósettpappír og eldhúsrúllur. Hagnaðurinn af þeirri sölu fór í þátttökugjöld fyrir hvern og einn á Landsmót. Landsmótssumarið 1990 fjárfesti félagið í nýju hústjaldi á kr. 48.800 og fjármagnaði það m.a. með kökubasar í Kringlunni sem gekk vel og safnaðist 34.238 kr. Tjaldið var æ síðan verði notað sem eldhústjald á mótum.

Þrettándabrennur breyta

Fyrsta þrettándabrenna félagsins var ákveðinn þann 6. janúar 1983 en vegna óhagstæðrar veðráttu var henni frestað til sunnudagsins 9. janúar. Skátarnir mætu í búningum sem álfar, púkar, jólasveinar og einnig kom Grýla og Leppalúði. Það má segja að fall er fararheill því að síðan stóð skátafélagið fyrir brennu á þrettándanum í mörg ár þar á eftir, en lagðist af að lokum um miðjan 10. áratuginn.

Tilvísanir breyta

  1. „Skátafélagið Segull“. wayback.vefsafn.is. Afritað af uppruna á 4. mars 2005. Sótt 28. október 2020.

Tenglar breyta