Skáldskaparmjöður

Skáldskaparmjöður er mjöður sem bruggaður var úr blóði Kvasis og hafði þá náttúru að þeir sem hann drukku, höfðu skáldskapargáfu. Var hann gerður af dvergunum Fjalari og Galari, en þeir höfðu myrt Kvasi og látið blóð hans renna í kerin Són og Boðn og ketilinn Óðreri.[1] Þurftu þeir síðar að gjalda Suttungi fyrir dauða foreldra hans, og geymdi hann mjöðinn í Hnitbjörgum undir eftirliti dóttur hans Gunnlöðu. Tókst Óðni að ræna miðinum með hjálp Gunnlaðar og Bauga bróður Suttungs.

Eltur af Suttungi, spýr Óðinn miðinum í nokkur ílát. Nokkur hluti gengur út hinn veginn. Mynd eftir Jakob Sigurðsson, úr 18 aldar handriti ("SÁM 66")

Í Hávamálum er sögnin nokkru frábrugðin og eru t.d. Hnitbjörg ekki nefnd eða arnarhamur Óðins, og Óðreri er kenninafn á miðinum sjálfum en ekki ílátinu.[2]

Suttungur ógnar dvergum

Tilvísanir

breyta
  1. Skáldskaparmál 5 kafli
  2. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.