Sjevjerodonetsk
Sjevjerodonetsk (úkraínska: Сєвєродоне́цьк) er borg í Lúhanska Oblast í austur-Úkraínu. Hún er við norðausturbakka Donetsfljót gegnt borginni Lysytsjansk. Íbúar voru um 101.000 árið 2021. Í borginni eru nokkrar efnaverksmiðjur.
Árið 2014 varð Sjevjerodonetsk höfuðstaður Luhansk oblast þegar borgin Lúhansk féll undir aðskilnaðarsinna. Í innrás Rússa í Úkraínu 2022 féll borgin í lok júní í hendur Rússa eftir linnulausar loftárásir. Um 80% húsnæðis hafði verið eyðilagt og grunnkerfi vatns og rafmagns voru í rústum. [1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Segir Sievieródonetsk á barmi mannúðarhörmunga Vísir skoðað 8/7 2022