Lysytsjansk (úkraínska: Лисича́нськ) er borg í Sjeverodonetsk-sýslu í Lúhansk oblast í austur-Úkraínu. Íbúar voru um 95.000 árið 2021. Borgin er við Donetsfljót um 115 km frá borginni Lúhansk. Gegnt Lysytsjansk, hinum megin við fljótið, er borgin Sjeverodonetsk.

Lysytsjansk.

Eftir að Rússar náðu Sjeverodonetsk í lok júní 2022 var íbúum Lysytsjansk gert að flýja. Rússar náðu borginni á sitt vald 3. júlí.