Sjúkrabíll
(Endurbeint frá Sjúkrabifreið)
Sjúkrabíll er bifreið sem er sérútbúin til að flytja sjúka eða slasaða að sjúkrahúsi þar sem gert er að sárum þeirra eða þeir sjúkdómsgreindir. Sjúkrabílar eru stórir bílar sem eru þannig innréttaðir að hægt er að skjóta rúmi með niðurfellanlega fætur inn í bílinn og veita þar fullkomna skyndihjálp. Um borð í sjúkrabílum nútímans er oft tveir sjúkraflutningamenn og einn læknir.