Sjóvá
Sjóvá er íslenskt vátryggingarfélag sem rekur 12 útibú og er með 24 umboðs og þjónustuaðila á landinu. Fyrirtækið er stærsta íslenska tryggingafyrirtækið. Sjóvá þjónustar fyrirtæki og einstaklinga. Hagnaður fyrirtækisins á árinu 2004 var 3,59 milljarðar íslenskra króna[2], 3,76 milljarðar árið 2005 og 11,9 milljarðar árið 2006.[3] Sjóvá-Almennar tryggingar var a.m.k. að ⅔ í eigu Milestone ehf.. Eftir bankahrunið varð Sjóvá gjaldþrota og í ljós kom að fyrri eigendur höfðu notað tryggingarsjóði Sjóvár ólöglega til fjárfestinga. Sjóvá var selt sumarið 2011 við umdeildar kringumstæður.[4]
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. | |
Rekstrarform | Almenningshlutafélag |
---|---|
Stofnað | 1989[1] |
Staðsetning | Reykjavík, Ísland |
Lykilpersónur | ? |
Starfsemi | Tryggingar |
Vefsíða | www.sjova.is |
Sjóvá sýndi áhuga á fjármögnun verkefna sem lið í forvarnarstarfsemi sinni, í því augnamiði stofnaði það Forvarnarhúsið. Í desember 2006 stofnaði Sjóvá Suðurlandsveg ehf. ásamt nokkrum sveitarfélögum en markmið þess að er flýta fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar. Sjóvá sýndi því einnig áhuga að koma að byggingu viðbyggingar Grensádeildar Landspítala - Háskólasjúkrahúss.
Þjónusta
breytaEinstaklingum bjóðast á bruna-, fasteigna-, fartölvu-, innbús-, ferða-, sumarhúsa- , ökutækja-, hesta- og hundatryggingar. En auk þess líf-, sjúkdóma-, afkomu- og slysatryggingar sem dótturfyrirtæki Sjóvá, Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. sér um en Sjóvátryggingarfélag Íslands hf. bauð fyrst upp á líftryggingar árið 1934.
Fyrirtækjum býður Sjóvá þjónustu sem þeir nefna Grunnvernd en inní henni er falið innbrots og þjóðnaðar-, vatnstjóns-, rekstrarstöðvunar- og ábyrgðartrygging vegna tjóns þriðja aðila. Hægt er að semja um frekari tryggingar til viðbótar. Viðskiptavinir Glitnis banka hljóta sérkjör en þar til nýlega átti Milestone ehf. hluta í bankanum.
Tilvísanir
breyta- ↑ Sjóvá-Almennar tryggingar hf. var stofnað árið 1989 við sameiningu Sjóvátryggingarfélags Íslands hf. (1918) og Almennra Trygginga hf. (1943)
- ↑ „Annual report 2004“ (pdf). 2005.
- ↑ „Hagnaður Sjóvá þrefaldast“. Viðskiptablaðið. 26. febrúar 2007. Sótt 16. júlí 2007.
- ↑ Gagnrýnir söluna á Sjóvá
Tenglar
breyta- Heimasíða Sjóvá
- Heimasíða Sjóvá Strax[óvirkur tengill] - bílatryggingar á netinu
- Forvarnarhúsið - forvarnarsamstarfsemi Sjóvá o.fl. fyrirtækja
- Sjóvá tapar yfir 3,2 milljörðum króna í Hong Kong; grein af Mbl.is 2009
- Rannsóknin á Sjóvá hefur staðið í rúmt ár. Þór sagður enn njóta trausts sem formaður SA; grein af Eyjunni 2009 Geymt 11 júlí 2009 í Wayback Machine
- Sjóvá-rannsóknin í fullum gangi: Nokkrir með stöðu grunaðra við yfirheyrslur; grein af Eyjunni 2009 Geymt 18 ágúst 2009 í Wayback Machine
- Fjárhættuspil Sjóvá í Macau og milligöngumennirnir í Investum; grein af Eyjunni 2009 Geymt 28 september 2009 í Wayback Machine
- ESA og Sjóvá; grein af Rúv.is 2010 Geymt 5 október 2010 í Wayback Machine
- Heiðari Má og Má Guðmundssyni lenti saman; grein af Vísi.is 2010
- Tap Sjóvár; grein af DV.is 2012 Geymt 13 ágúst 2012 í Wayback Machine