Sjóendur eða fiskiendur (fræðiheiti Merginae) eru andartegundir sem lifa flestar á sjó utan varptíma og lifa á norðlægum breiddargráðum. Þær eru allar kafendur og lifa á ýmiss konar hryggleysingjum. Nokkrar tegundir sjóenda verpa við Ísland. Þessar tegundir verpa við Ísland:

  • Æðarfugl
  • Hrafnsönd er sú eina svokallaðra svartanda (ættkvíslin Melanitta) sem verpur á Íslandi. Blikinn er hrafnsvartur og hljóð tegundarinnar minnir á krunk í hrafni.
  • Hávella dregur nafn sitt af ómfögrum hljóðum fuglsins. Hávella skiptir litum eftir árstíðum.
  • Húsönd verpa við Mývatn og í Veiðivötnum. Í Norður-Ameríku verpa þær í stórum trjám en hérlendis verpir tegundin í gjótum eða útihúsum.

Tvær tegundir svonefndra fiskianda (ættkvísl Mergus) á Íslandi, þ.e. sjóendur sérhæfðar að fiskiáti eru:

  • Toppönd er algeng önd með úfinn kamb á höfði
  • Gulönd dregur nafn sitt af gulum lit í síðum blika

Vetursetu á Íslandi hafa:

Heimildir

breyta
  • Hverjar eru sjóendur? (Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi)[óvirkur tengill]
  • „Hvað getið þið sagt mér um endur?“. Vísindavefurinn.