Sissel Kyrkjebø
norsk sópransöngkona
Sissel Kyrkjebø (fædd 24. júní 1969 í Björgvin) er norsk sópransöngkona. Tónlist hennar spannar þó einnig popptónlist og þjóðlagatónlist. Hún syngur aðallega á norsku og ensku en hefur spreytt sig á ýmsum tungumálum, þar á meðal íslensku. Hún hóf feril sinn í barnakór og vann síðar söngvakeppni tíu ára gömul.
Sissel söng opnunarlag Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer. Hún hefur nokkrum sinnum haldið jólatónleika á Íslandi.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Ísland veitir mikinn innblástur Mbl.is. Skoðað 14. september, 2016