Silfurblað
Silfurblað (fræðiheiti Elaeagnus commutata) er sumargrænn runni af silfurblaðsætt sem vex í norðurhluta N-Ameríku. Runninn verður 1 - 4 m hár. Hann er ræktaður til skrauts. Fræ og ávöxtur eru æt. Mikið af vítamínum og nauðsynlegum fitusýrum er í ávextinum. Silfurblað er harðgerð planta sem þolir mikið frost og getur numið nitur úr andrúmsloftinu. Þegar silfurblað er ræktað sem hliðarplanta í akurgörðum þá getur það bætt jarðveginn og aukið uppskeru. Börkur silfurblaðs var notaður í reipi, fatnað og teppi. [1] Ávextir silfurblaðs eru mikilvæg fæða fyrir villt dýr og eru fjórðungurinn af vetrarfæðu elga í Montana. Laufþykkni silfurblaðs er veitir ýmsum fuglum skjól til að verpa og koma upp ungum.
-
Lauf
-
Ávöxtur
-
Lauf
Elaeagnus commutata | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Elaeagnus commutata L. |
Heimild
breyta- Silfurblað (Lystigarður Akureyrar) Geymt 13 mars 2016 í Wayback Machine
Tilvísanir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Silfurblað.