Bergstaðastræti 22

(Endurbeint frá Sigurbjargarbær)

Bergstaðastræti 22 er gamall steinbær í Reykjavík. Bærinn er einnig nefndur Miðgrund og Sigurbjargarbær. Bærinn stendur á horni Bergstaðastrætis og Bjargarstígs. Byggingarár bæjarins er talið 1893 og fyrsti eigandi var Sigurbjörg Sigurðardóttir ekkja. Gatan Bjargarstígur heitir eftir Sigurbjörgu.

Endurbygging Sigurbjargarbæjar í júlí 2008
Endurbygging Sigurbjargarbæjar í júlí 2008

Framkvæmdir við Sigurbjargarbæ í júli 2008 urðu fjölmiðlaefni og snerist umræðan um það hvort verið væri að endurbyggja friðað hús án tilskilinna leyfa.[1]

Tilvísanir breyta

  1. Mbl.is 30. júlí 2008, Steinhúsið verður endurgert

Heimild breyta