Sigríður Bogadóttir
Sigríður Bogadóttir (21. ágúst 1818 – 10. mars 1903) var leikskáld. Hún er talin hafa skrifað elsta leikritið sem hefur varðveist eftir íslenska konu.[1]
Sigríður var dóttir Jarðþrúðar Jónsdóttur og Boga Benediktssonar á Staðarfelli. Hún sigldi til menntunar til Kaupmannahafnar en snéri aftur til Íslands og giftist Pétri Péturssyni árið 1841. Sama árið fæddist elsta dóttir þeirra, Elinborg. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur árið 1847 þegar Pétur var skipaður forstöðumaður Prestaskólans. Í Reykjavík fæddust dóttirin Þóra og sonurinn Bogi Pétur.
Sigríður skrifaði leikritið „Gleðilegur afmælisdagur" á tímabilinu 1873–1874.[2] Leikritið gerist í Reykjavík og varpar ljós á stöðu kvenna í borginni. Aðalsögupersónur eru bláfátækar mæðgur úr sveitinni en karlmennirnir í fjölskyldunni kæra sig ekki um annað en brennivín og beita konurnar heimilisofbeldi. Allt fer þó vel að lokum þegar í ljós kemur að konurnar eru ríkar og af góðum ættum.
Tilvísanir
breytaHeimildir
breytaHelga Kress, „Það er ekki ljósunum að því lýst": Um leikrit Sigríðar Bogadóttur, Gleðilegur afmælisdagur, fyrsta Reykjavíkurleikritið og elsta leikrit sem varðveist hefur eftir íslenska konu. Skírnir 189 (vor 2015): 218-248.