Siglingaráætlun
Siglingaráætlun er nákvæm áætlun yfir ferðalag skips frá því það leggur úr höfn og þar til það kemur aftur til hafnar eða leggst við ankeri. Áætlunin felur í sér að stika út áætlaða leið skipsins á sjókort og átta sig á mögulegum hættum, veðurspá, ölduspá, sérreglum fyrir tiltekin hafsvæði o.s.frv. Siglingaráætlun hefur fjögur stig: mat, áætlunargerð, framkvæmd og eftirlit. Skipstjóri ber ábyrgð á siglingaráætlun skips en stýrimaður fær oft það verkefni að sjá um hana.