Akkeri

(Endurbeint frá Ankeri)

Akkeri er auk þess að vera festing fyrir skip, festing fyrir ýmis mannvirki á landi. Þá er gjarnan steypustyrktarstál tengt við mannvirkið og lagt í jörðu þar sem er steypt utan um. Reynt er að búa til króka á stálteinana sem leggjast í steinsteypuna í jörðinni til að ná betri festu. Ýmsar aðrar gerðir af akkerum eru til. Festa má stálstög eða vinkla með múrboltum í berg eða steinsteypu sem fyrir er og tengja síðan mannvirkinu með ýmsum hætti.

Akkeri
  Þessi siglingagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.