Sierra Nevada (Spánn)
Sierra Nevada (Snæfjöll) er fjallgarður á suður-Spáni, í Andalúsíu. Mulhacén er hæst punkturinn, 3.479 metrar og er hæsta fjall meginlands Spánar (Teide á Kanaríeyjum er hæsti punktur landsins). Í fjöllunum er syðsta skíðasvæði Evrópu. Þjóðgarður er í fjallgarðinum sem ber sama heiti.