Seltzer
Seltzer var svaladrykkur framleiddur á Íslandi á tíunda áratug 20. aldar. Hann var framleiddur af fyrirtækinu Íslenskt Bergvatn hf. Það var samstarfsverkefni Sólar hf. og kanadískra aðila. Í Seltzer (sem var glær) voru engin litarefni, rotvarnarefni eða hvítur sykur. Útflutningur til Bretlands hófst snemma á tíunda áratugnum. Framkvæmdastjóri Íslensks Bergvatns var Jón Scheving Thorsteinsson.
Uppruni orðsins Seltzer er þýskur og má rekja til náttúrulegra hvera nálægt bænum Nieder-Selters.