Selkolla
Selkolla er kynjavera í íslenskri þjóðtrú. Hún er falleg kona, en sést stundum með selshöfuð.[1]
Veran kemur fyrir í frásögnum um Guðmund góða Arason biskup (1161–1237). Hennar er fyrst getið í Íslendinga sögu eftir Sturlu Þórðarson og er þar nefnt að biskupinn hafi glímt við veruna á Vestfjörðum.[1]
Selkollu þáttur gerist á Vestfjörðum og lýsir því hvernig par eitt er á leið með barn sitt til skírnar. Þau skilja barnið eftir við stein snögga stund, þegar þau koma aftur er barnið blátt og dautt. Þau ganga í burt frá dauðu barni sínu, en heyra þá barnsgrát. Barnið er þá á lífi, en er svo skelfilega útlítandi að þau þora ekki að snerta það. Parið fer til bæjarins að sækja fólk með sér, en þegar þau koma aftur að steininum er barnið horfið. Síðan er sagt frá konu sem er nýkomin í byggðina, konan er fögur, en sést stundum með selshöfuð.[2]
Sagan af Selkollu þykir minna á seinni tíma þjóðsögur af huldubörnum og barnadraugum.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Gunnvör Sigríður Karlsdóttir. „Flagðið Selkolla“. Árnastofnun. Sótt 29. mars 2019.
- ↑ Gunnlaugur Bjarnason. Tveir heimar mætast: Guðmundur Arason biskup, hetja og vörður gegn illsku (BA-ritgerð, Háskóli Íslands, 2017), bls 10-11
- ↑ Sean B. Lawing, 'The Place of the Evil: Infant Abandonment in Old Norse Society', Scandinavian Studies (2013), 133-50 (pp. 146-47).