Seinni innsetningarathöfn Donalds Trumps

Seinni innsetningarathöfn Donalds Trump fer fram þann 20. janúar 2025 þar sem Donald Trump nýkjörinn forseti Bandaríkjanna tekur við embætti á nýjan leik eftir að hafa látið af embætti 20. janúar 2021. Venja er að forseti hæstaréttar Bandaríkjanna setji forsetann í embætti og því mun John G. Roberts forseti hæstaréttar Bandaríkjanna setja Donald Trump í embætti.[1] JD Vance nýkjörinn varaforseti Bandaríkjanna mun taka við embætti varaforseta nokkrum mínútum áður en Trump tekur við embætti forseta. Venja er að nýkjörinn varaforseti velji einn hæstaréttardómara til að sverja sig í embætti en JD Vance hefur ekki afhjúpað hvern hann hyggst velja til að gera það.[heimild vantar]

Tilvísanir

breyta
  1. Freile, Catherine Messier and Victoria E. „When will Trump take office? What to know about Inauguration Day“. The Providence Journal (bandarísk enska). Sótt 9. nóvember 2024.