Scribus
Scribus er frjálst umbrotsforrit sem notast við viðfangasafnið Qt. Það býður upp á aðgerðir fyrir umbrot og letursetningu. Það styður líka gerð gagnvirkra PDF-skjala. Forritið styður helstu myndasnið, þar á meðal SVG fyrir vigurmyndir. Það styður einnig CMYK-litakerfið og notkun ICC-litasniða fyrir prentun. Það er með innbyggðan þriðja stigs PostScript-rekil fyrir prentun og skriftutúlk sem skilur Python-skriftur.
Scribus | |
Scribus á Linux Mint | |
Hönnuður | Scribus-þróunarhópurinn |
---|---|
Fyrst gefið út | 26. júní 2003 |
Stýrikerfi | mörg |
Tungumál í boði | mörg |
Notkun | Umbrotsforrit |
Leyfi | GPL |
Vefsíða | www.scribus.net |
Scribus notar eigið skjalasnið, SLA, sem byggir á XML. Það getur ekki lesið skjöl beint úr séreignarhugbúnaði eins og QuarkXPress, Microsoft Publisher, Adobe InDesign og Adobe PageMaker.