Sandelviðarbálkur

(Endurbeint frá Santalales)

Santalales er ættbálkur blómstrandi plantna með heimsútbreiðslu, en mest í hitabelti og heittempruðum svæðum. Hann dregur nafn sitt af einkennisætt sinni Santalum (sandalviður). Mistilteinn er algengt nafn fyrir fjölda sníkjuplantna ættbálksins.

Sandelviðarbálkur
Santalum haleakalae
Santalum haleakalae
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Santalales
Ættir

Sjá texta


Flokkun

breyta

APG III system frá 2009 (lítið eitt breytt frá APG II system frá 2003 og APG system frá 1998) hefur þessa skiftingu:

  • ættbálkur Santalales

Angiosperm Phylogeny website bendir á að Olacaceae (sensu APG II) sé ekki gild ætt og þyrfti að skifta upp. Að auki, bendir til að ágreiningur sé um Santalaceae sem þurfi að innihalda Viscaceae. Rannsóknir byggðar á DNA röðun bendi einnig til að ættin Schoepfiaceae ætti að vera endurvakin (eins og hefur verið gert í APG III-útgáfunni) til að innihalda Schoepfia (áður í Olacaceae), Arjona og Quinchamalium (báðar áður taldar til Santalaceae).

Í flokkunarkerfi Dahlgren er Santalales í yfirættbálkinum Santaliflorae (einnig nefnd Santalanae). Cronquist system frá (1981) notar þessa uppsetningu:

  • ættbálkur Santalales

Ættirnar Viscaceae og Eremolepidaceae eru taldar til Santalaceae af APG. Ættkvíslirnar Dipentodon (Dipentodontaceae) ogd Medusandra (ættin Medusandraceae) eru álitnar óstaðsettar af APG II (sem og ættin Balanophoraceae, nú líklegar til að verða endurinnsettar; sjá fyrir ofan). Ættin Medusandraceae skiftist í tvær ættkvíslir: Soyauxia og Medusandra. Sameindarannsóknir staðsetur þær innan ættarinnar Peridiscaceae í ættbálknum Saxifragales. Kínverska ættin Dipentodon er nálægt Tapiscia og er líkleg til að mynda nýjan ættbálk; Huerteales með Tapisciaceae og ættkvíslinni Perrottetia sem var áður í ættinni Celastraceae.

Tilvísanir

breyta
  • Hawksworth, FG (1996). Dwarf mistletoes : biology, pathology, and systematics. USDA For. Serv. Agric. Handb. bls. 409.
  • Soltis, Douglas E.; Soltis, Pamela S.; Endress, Peter K.; Chase, Mark W. (15. júní 2005). Phylogeny & Evolution of Angiosperms. Sinauer Associates. bls. 370. ISBN 978-0-87893-817-9.
  • Santalales on the Parasitic Plant Connection web page
  • NCBI Taxonomy Browser


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.