Sangiovese
Sangiovese er rauðvínsþrúga frá Ítalíu. Nafnið er komið úr latínu sanguis Jovis, sem þýðir: „blóð Júpíters“. Sangiovese er algengasta þrúgan á Mið-Ítalíu og er uppistaðan í Chianti-víni frá Toskana, en til að Chinti-vín geti talist slík þarf að vera að minnst kosti 70% af sangiovese-þrúgunni í víninu. Sangiovese er líka notuð í þekkt einnar þrúgu vín eins og Brunello di Montalcino og ýmis Sangiovese-vín frá Emilía-Rómanja. Þessi þrúgutegund var þekkt á 16. öld. Þekktasta afbrigði Sangiovese er Brunello.
Bragðið af Sangiovese er ferskt og ávaxtaríkt og eilítið kryddað, en eldra vín sem hefur þroskast í eikartunnum fær á sig eikarkeim og jafnvel ávæning af tjöru.