Sandey (Þingvallavatni)

Sandey er eyja í Þingvallavatni og stærsta eyja í stöðuvatni á Íslandi. Sandey varð til fyrir um tvö þúsund árum í eldgosum. Eyin er mannlaus en hægt er að leigja kajak og má sigla yfir í hana. Góð fiskimið eru umhverfis eyna. Oft veiðast bleikjur eða urriðar. Tveir eldgosagígar eru í eynni og er einn þeira fullur af vatni. Það er töluvert fuglalíf í eynni yfir sumarmánuðina en engin önnur dýr lifa þar. Sandur, grjót og gróður er mikill í eynni eins og kringum Þingvallavatn.

Sandey á Þingvallavatni

Á hvítasunnudag 1985 drukknuðu þrír í Þingvallavatni, tveir karlmenn og ein kona, að því er talið er á leið í eða úr Sandey.

Eyjan er í einkaeigu og (nema einhver breyting hafi orðið þar á á nýliðnum árum) heyrir undir jörðina Ölversvatn um miðja suðurströndina.