Samuel J. Seymour
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Samuel J. Seymour (fæddur 28. mars 1860; látinn 12. apríl 1956) var Bandaríkjamaður sem var sagður síðasti einstaklingurinn sem varð vitni að morðinu á Abraham Lincoln. Seymour fór á leiksýninguna Our American Cousin þann 14. apríl 1865 þar sem Abraham Lincoln var myrtur af John Wilkes Booth. Árið 1956 þá tæplega 96 ára gamall kom Seymour fram í sjónvarpsþættinum I've Got a Secret þar sem hann afhjúpaði að hann væri síðasti einstaklingurinn á lífi sem var á leiksýningunni þegar Lincoln var myrtur.