Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) eru hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja. Samtökin voru stofnuð 31.október 2014 þegar Samtök fiskvinnslustöðva (SF) og Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) runnu undir einn hatt. Starfa þau innan Samtaka atvinnulífsins.[1] LÍÚ höfðu verið umdeild samtök og gjarnan talað um grátkór LÍÚ[2]. Aðspurð um það hvort SFS hafi verið stofnuð vegna slæms orðspors LÍÚ svaraði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS í viðtali við Fréttablaðið svona:

,,Þetta voru ekki lengur bara útgerðir, heldur fiskvinnslur, fiskeldi og sölufyrirtæki - og samtökin urðu heildstæð samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Ég tel þetta hafa verið heillaspor og líklega má segja að stofnun SFS hafi skapað tækifæri til að byrja með autt blað og hugsa um það hvernig við getum gert betur þar sem okkur hefur mistekist“[3]

Í viðtali við 200 mílur, sjávarútvegssérblaðs Morgunblaðsins sagði Jens Garðar Helgason, þá formaður SFS ennfremur

,,Það segir sig sjálft að þegar öll virðiskeðjan í íslenskum sjávarútvegi er komin undir einn hatt þá heyrast raddir og sjónarmið allra.Í fram­haldi af því er hægt að móta og leggja fram áhersl­ur fyr­ir grein­ina sem end­ur­spegla sjón­ar­mið henn­ar og heild­ar­hags­muni. Með fjöld­an­um er líka hægt að byggja upp öfl­ugri sam­tök sem hafa tæki­færi til að veita víðtæk­ari og betri þjón­ustu við fé­lags­menn um allt land“[4]

Árið 2019 urðu Landssamtök fiskeldisstöðva hluti af hagsmunasamtökunum. Útflutningsverðmæti eldislax hafði þá vaxið úr 2,5 milljörðum króna árið 2014 í 18,6 milljarða króna árið 2019.[5]

Núverandi formaður SFS er Ólafur Helgi Marteinsson en framkvæmdastjóri SFS er Heiðrún Lind Marteinsdóttir.

Tilvísanir breyta

  1. „Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi stofnuð“. www.sa.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júní 2020. Sótt 10. júní 2020.
  2. „Grátkórar í sögulegu samhengi“. DV. 23. október 2009. Sótt 10. júní 2020.
  3. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. júní 2020.
  4. „Segir sameiningu LÍÚ og SF hafa reynst vel“. www.mbl.is. Sótt 10. júní 2020.
  5. „Útflutningur eftir Hagstofuflokkun og löndum 2010-2020“. Hagstofa Íslands - Talnaefni. Sótt 10. júní 2020.[óvirkur tengill]