Samsteypa (leturfræði)

(Endurbeint frá Samsteypa (týpógrafía))

Í leturfræði á samsteypa við samtengingu tveggja eða fleiri bókstafa. Samsteypur eru notaðar í stað fyrir einstaka bókstafa til þess að koma í veg fyrir óviljandi skörun milli heila. Samsteypur eru orðnar úr bókstöfum sem skrifaðir voru saman í handritum, annaðhvort til að láta skrifarann skrifa hraðara eða til útlits. Sumar samsteypur eru komnar af skammstöfunum sem skrifarar bjuggu til sjálfir. Svona skammstafanir voru notaðar mjög víða á tíma handritagerðar.

Dæmi um mismunandi samsteypur leturgerðarinnar Caslon Pro

Tegundir

breyta

Einn algengasti bókstafur sem er gerður að samsteypu með öðrum bókstöfum er f, til dæmis . Meðal annarra samsteypna með f eru fj, fl (fl), ff (ff), ffi (ffi) og ffl (ffl). Notkun þessara samsteypna fer samkvæmt stíl, en sumar samsteypur verð að nota í sumum tungumálum, og þær mega vera talnar bókstafir. Dæmi um þetta er þýska samsteypan ß (þ. esszett), sem er samtengingu „langs S“ ſ og s eða z. Þessi samsteypa er víða notuð í Þýskalandi og Austurríki í stað fyrir að skrifa ss, en ekki í öllum tilfellum, og hún er aldrei notuð í Sviss. Í hástöfum er hún ekki notuð og skrifað er aðeins SS.

Uppruni

breyta

Sumir heilar sem eru talnir bókstafir eiga rætur að rekja til samsteypna. Til dæmis voru þýsku bókstafirnir ä, ö og ü upprunnulega samsteypur af ae, oe og ue, þar sem e-ið var skrifað fyrir ofan hinum bókstöfum (, , ). Bókstafurinn Å á svipaðan uppruna: hann varð til úr samsteypu af a og o. Hann er nú á dögum talinn bókstafur og á eigin pláss í stafrófinu. Þetta er ólíkt þýsku bókstöfunum, sem eru ekki talnir sjálfstandandi bókstafir heldur afbrigði af a, o og u. Hvort samsteypa er talin bókstafur eða afbrigði af öðrum bókstafi er mismunandi eftir tungumáli. Til dæmis á íslensku er æ talinn bókstafur og á eigin hljóð, en á til dæmis ensku er hann talinn samsteypa af a og e, hljóðið er sama hvort sé skrifað æ eða ae.

Ein algengasta samsteypa sem er í daglegri notkun er táknið & (e. ampersand). Samsteypa þessi var upprunlega blanda af bókstöfunum E og t (et þýðir „og“ á latínu). & er notað víða á ensku og frönsku en ekki svo mikið á öðrum tungumálum. Þannig að hún er notuð svo víða er hún ekki lengur talin samsteypa heldur tákn, en hún hefur verið talin bókstafur í fortíðinni. Annað dæmi um tákn sem varð til úr samsteypu er dalartakníð $ sem gæti verið skammstöfun á pesó.

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Typographic ligature“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. ágúst 2011.
  • Kaj Johansson, Peter Lundberg og Robert Ryberg (2008). Grafísk miðlun. Iðnú.