Samsæriskenningar tengdar Elvis Presley

Elvis Presley lést 16. ágúst 1977 þá 42 ára að aldri. Eftir dauða hans hafa komið upp ítrekaðar samsæriskenningar um að hann hefði sviðsett dauða sinn. Það hafa komið dæmi um fólk sem segist hafa séð Elvis og rithöfundurinn Gail Brewer-Giorgio kom fram með kenningar um að hann væri á lífi.[1] Óhætt er að segja að þessar kenningar þyki afar langsóttar og hefði Elvis raunverulega sviðsett dauða sinn þá væri það afar ólíklegt að hann væri enn á lífi í dag.

  1. Chan, Melissa (15. ágúst 2017). „Why Do Some People Think Elvis Is Still Alive?“. TIME (enska). Sótt 28. október 2024.