Samningur um að dreifa ekki kjarnavopnum
Samningur um að dreifa ekki kjarnavopnum er alþjóðlegur samningur um að aftra dreifingu kjarnorkuvopna og vopnatækni og að stuðla að notkun kjarnorku á friðsælan hátt. Endanlegt markmið samningsins er almenn afvopnun.
Viðurkennd kjarnorkuríki sem hafa staðfest samninginn Önnur ríki sem hafa staðfest samninginn Aðild afturkölluð (Norður-Kórea) Óviðurkennt ríki sem hlítir samningnum (Taívan) | Viðurkennd kjarnorkuríki sem hafa skrifað undir samninginn Önnur ríki sem hafa skrifað undir samninginn Ríki sem hafa ekki aðild að samningnum (Indland, Ísrael, Pakistan, Suður-Súdan) |
Opið var fyrir undirskriftir árið 1968 en samningurinn tók gildi árið 1970. Í samræmi við fyrirmæli samningsins funduðu aðildarlönd 25 árum eftir gildistöku árið 1995 og féllust á að framlengja samninginn um ótakmarkaðan tíma. Fleiri lönd hafa aðild að þessum samningi en öllum öðrum afvopnunarsamningum sem skrifaðir hafa verið undir. Frá og með ágúst 2016 hafði 191 land hlítt samningnum. Norður-Kórea lýsti yfir aðild að samningnum árið 1985 en hefur aldrei hlítt honum og afturkallaði aðild sína árið 2003. Fjögur aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei samþykkt samninginn en talið er að þrjú þeirra, nefnilega Indland, Íran og Ísrael, eiga kjarnorkuvopn. Auk þess hefur Suður-Súdan sem varð sjálfstætt ríki 2011 aldrei skrifað undir samninginn.
Í samningnum eru kjarnorkuríki skilgreind sem þau lönd sem smíðuðu og prófuðu kjarnorkuvopn fyrir 1. janúar 1967: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Auk þess eiga fjögur lönd til viðbótar kjarnorkuvopn: Indland, Norður-Kórea og Pakistan sem hafa öll prófað kjarnorkuvopn opinberlega, og Ísrael sem hefur aldrei staðfest eignarhald kjarnorkuvopna.