Sammi og Kobbi
Sammi og Kobbi eða Sammabækurnar (franska: Sammy) eru belgískar teiknimyndasögur eftir höfundinn Raoul Cauvin, en listamaðurinn Berck teiknaði flestar þeirra. Sögurnar fjalla á gamansaman hátt um félagana Samma og Kobba og ævintýri þeirra í Chicago á bannárunum á þriðja áratugnum. Ævintýri þeirra Samma og Kobba birtust fyrst sem framhaldssögur í teiknimyndablaðinu Sval en voru jafnóðum gefnar út á bókaformi. Bækurnar urðu fjörutíu talsins og komu út á árunum 1970 til 2009. Ellefu þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu.
Sögurnar
breytaKobbi (Jack Attaway) er stjórnandi lítillar lífvarðastofu. Hann er skapbráður en hrifnæmur og lætur auðveldlega plata sig út í hvers kyns svaðilfarir ef von er á gróða. Vinur hans og aðstoðarmaður Sammi (Sammy Day) er rödd skynseminnar í bókunum og reynir að tala um fyrir félaga sínum og vara hann við aðsteðjandi hættum.
Sögusvið bókanna fer út um víðan völl og til fjarlægra landa. Stundum koma jafnvel við sögu yfirnáttúrulegar verur, s.s. draugar og lifandi múmíur. Oftast nær fjalla sögurnar þó um skipulagða glæpastarfsemi í Chicago á tímum bannáranna. Raunverulegar sögulegar persónur eru kynntar til sögunnar, s.s. glæpaforinginn Al Capone og löggæslumaðurinn Elliot Ness.
Titlar
breytaSamma og Kobba-bækurnar eru 40 að tölu, en nokkrar fyrstu sögurnar um ævintýri þeirra voru ekki gefnar út á bók. Listinn sýnir nöfn og útgáfuár bókanna á frönsku og íslensk heiti, númer og útgáfuár þar sem við á:
- Aldraðir æringjar (Bons vieux pour les gorilles, 1973) [ísl. útg. 1982, bók 4] (Innihélt einnig söguna Gorilles et robots frá 1970)
- Svall í landhelgi (Rhum row, 1973) [ísl. útg. 1981, bók 2]
- El Presidente (1974)
- Les gorilles marquent des poings et Gorilles et spaghetti (1974)
- Le Gorille à huit pattes (1975)
- Les gorilles font les fous (1975)
- Les Gorilles au pensionnat (1976)
- Les Gorilles et le roi dollar (1977)
- Les Pétroleurs du désert (1977)
- Nuit blanche pour les gorilles (1978)
- Deux histoires de gorilles (1978)
- Harðjaxlar í hættuför (L'Élixir de jeunesse, 1979) [ísl. útg. 1981, bók 1]
- Frost á Fróni (Le Grand Frisson, 1980) [ísl. útg. 1982, bók 3]
- Les gorilles marquent un but (1981)
- Les Gorilles à Hollywood (1982)
- Ku-Klux-Klan (1983)
- Í bófahasar (Les Bébés flingueurs, 1983) [ísl. útg. 1986, bók 5]
- Allt í pati í Páfagarði (Panique au Vatican, 1984) [ísl. útg. 1986, bók 6]
- Fólskubrögð í fyrirrúmi (En piste, les Gorilles !, 1985) [ísl. útg. 1987, bók 7]
- Mamma mætt í slaginn (Ma Attaway, 1986) [ísl. útg. 1988, bók 8]
- Fröken Krútt fer á kreik (Miss Kay, 1986) [ísl. útg. 1989, bók 9]
- Heimsókn að handan (L’Homme qui venait de l’au-delà, 1987) [ísl. útg. 1991, bók 10]
- Prímadonnan (La Diva, 1987) [ísl. útg. 1991, bók 11]
- Du rififi dans les nuages (1988)
- Le Mandarin (1989)
- Crash à Wall Street (1989)
- Les gorilles ont du chien (1990)
- Cigarettes et Whisky (1991)
- Des gorilles et des folles (1992)
- Les gorilles portent jupon (1993)
- Alcool aux pruneaux (1994)
- La B.A. des gorilles (1996)
- Un gorille en cage (1997)
- Mae West (1998)
- Les gorilles mènent la danse (1999)
- Papy Day (2000)
- Lady “O” (2003)
- Deux gorilles à Paris (2004)
- Pépée flingueuse (2006)
- Boy (2009)