Samir Okasha er prófessor í vísindaheimspeki, menntaður við Háskólann í Oxford. Okasha hefur starfað við háskóla víðs vegar um heim en á árunum 2008 – 2010 gegndi hann starfi forseta Heimspekideildarinnar við Bristol-háskóla á Englandi.

Verk Okasha liggja að mestu innan vísindaheimspekinnar. Hann hefur lagt áherslu á þverfaglega nálgun fagsins og tengjast störf hans til að mynda einnig hagfræði og þróunarlíffræði.

Helstu rit

breyta

Okasha hefur gefið út fjöldann allan af fræðigreinum en að auki tvær bækur.

Philosophy of Science: a very short introduction

breyta

Árið 2003 gaf hann út inngangsrit um vísindaheimspeki sem ber heitið Philosophy of Science: A Very Short Introduction. Bókin fjallar um vísindaheimspeki og í leiðinni um viðfangsefni vísindaheimspekinnar, það er að segja vísindin. Farið er um víðan völl í leit að svörum við hinum ýmsu spurningum tengdum greininni. Hvað eru vísindi? Eru vísindin hlutlæg? Geta vísindin útskýrt allt? Okasha veitir yfirsýn yfir megin þemu nútíma vísindaheimspeki. Í byrjun kemur fram stutt yfirlit yfir sögu vísindanna. Okasha heldur síðan áfram með því að rannsaka eðli vísindalegra rökræðna, útskýringar og byltingar í greininni, ásamt kenningum um „realisma“ (hluthyggju um vísindi) og „and-realisma“ (hughyggju um vísindi). Þá er einnig rýnt í heimspekileg málefni í einstaka vísindagreinum eins og vandamál við flokkun í líffræði og eðli rúms og tíma í eðlisfræði. Í lokakaflanum snertir Okasha á ágreiningnum milli vísinda og trúarbragða og að lokum hvort að vísindi séu yfirhöfuð góð í eðli sínu.[1]

Evolution and Levels of Selection

breyta

Árið 2006 gaf hann út bókina Evolution and Levels of Selection sem er yfirgripsmikið rit í þróunarlíffræði. Bókin hlaut mikið lof gagnrýnanda og fékk meðal annars hin merku Vísindaheimspekiverðlaun Lakatos.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta