Sam Dunn
Sam Dunn (f. 20. mars árið 1974) er kanadískur kvikmyndargerðarmaður, mannfræðingur og tónlistarmaður.

Dunn tekur viðtal við söngvara Opeth í Neskaupstað.
Ásamt Scot McFadyen rekur Dunn kvikmyndafyrirtækið Banger Films. Dunn hefur gert heimildamyndir um þungarokk, undirgreinar þess og stöðu á heimsvísu ásamt mynda um einstaka hljómsveitir eins og t.d. Iron Maiden.
Dunn heimsótti Eistnaflug í Neskaupstað árið 2016 þar sem hann tók viðtal við hljómsveitir og tók þátt í umræðupanel um þungarokk.
MyndirBreyta
- 2005 Metal: A Headbanger's Journey
- 2008 Global Metal
- 2009 Iron Maiden: Flight 666
- 2010 Rush: Beyond The Lighted Stage
- 2011 Metal Evolution (Þættir 1-11, þáttur 12 kom út 2012)
- 2011 Time Machine 2011: Live in Cleveland (Rush tónleikar)
- 2011 Motorhead The Wörld Is Ours: Vol 1 - Everywhere Further Than Everyplace Else
- 2012 En Vivo! (Iron Maiden tónleikar)
- 2014 Super Duper Alice Cooper