Saltpétur
Saltpétur eða kalínnítrat (KNO3) er efnasamband kalíns, niturs og súrefnis.
Saltpétur gefur frá sér súrefni þegar hann er hitaður og þar með er hægt að nota hann til að auka bruna eldsneytis, hann er t.d. notaður í svart púður (byssupúður) og reyksprengjur.
Salpétur er mikið notaður sem áburður þar sem plöntur þurfa kalín og nitur.