Salish-haf er heiti á sundunum sunnan við Bresku Kólumbíu í Kanada og norðan við Washington-fylki í Bandaríkjunum. Þau helstu eru Georgíusund, Juan de Fuca-sund og Puget-sund. Það nær frá Desolation-sundi í norðri að Oakland-flóa í suðurenda Puget-sunds. Sundin njóta skjóls af Vancouver-eyju og Ólympíuskaga. Helstu hafnarborgir við sundin eru Seattle, Vancouver, Tacoma, Bellingham og Victoria.

Gervinhattarmynd af Salish-hafi

Bandaríski sjávarlíffræðingurinn Bert Webber stakk upp á þessu nafni yfir öll sundin í heild sinni árið 1988. Hann taldi að það myndi vekja athygli á nauðsyn þess að vernda vistkerfi svæðisins. Nafnið er dregið af heiti salish-indíána sem búa við sundin.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.