Lawrence-flói
(Endurbeint frá Saint Lawrence-flói)
Lawrence-flói eða Lárensflói er stór árós Lárensfljóts sem tengir Vötnin miklu í Norður-Ameríku við Atlantshaf. Flóinn er hálflokað hafsvæði 236 þúsund ferkílómetrar að stærð. Meðaldýpi í flóanum er 146 metrar.
Flóinn markast í norðri af eyjunni Labrador og Québec-fylki, í austri af Nýfundnalandi, í suðri af Nova Scotia-skaganum og Bretonhöfðaeyju og í vestri af Gaspe-skaga, Nýju Brúnsvík og Québec-fylki. Helstu eyjar í flóanum eru Anticosti-eyja, Eyja Játvarðs prins, Magðalenueyjar og Bretonhöfðaeyja.