Safaspæta
Safaspæta (fræðiheiti: Sphyrapicus varius) er meðalstór spætutegund.
Safaspæta | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Karlfugl Safaspætu
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Sphyrapicus varius (Linnaeus, 1766) |
Varpsvæði þeirra er í skóglendi í Kanada, austurhluta Alaska og norðaustur hluta Bandaríkjanna. Þessir fuglar fara til vetrarstöðva í suðaustur hluta Bandaríkjanna, Vestur-Indía og mið-Ameríku. Afar sjaldgæft er að flækingar af þessari tegund fari til Írlands og Stóra-Bretlands. Safaspæta fannst í garði á Selfossi í október 2007.
Safaspætur bora göt í tré og éta safann og skordýr sem festast í honum. Þær lifa einnig á skordýrum sem þær finna í stofnum trjánna og á berjum og ávöxtum.
Myndasafn
breyta-
Kvenfugl
Heimild
breyta- Safaspæta (fuglar.is) Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Safaspæta.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Sphyrapicus varius.