S.A.S. tríóið með rokkhljómsveit Árna Ísleifs

S.A.S. tríóið með rokkhljómsveit Árna Ísleifs er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum Tónum árið 1959 undir merkinu Stjörnuhljómplötur. Á henni syngur S.A.S. tríóið tvö lög með rokkhljómsveit Árna Ísleifs. Tríóið skipuðu Stefán Jónsson, Ásbjörn Egilsson og Sigurður Elísson. Hljómsveitina skipuðu auk Árna Pétur Urbancic, Karl Lillendahl, Reynir Jónsson og Bragi Einarsson á saxófón. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

S.A.S. tríóið með rokkhljómsveit Árna Ísleifs
Bakhlið
Stjörnuhljómplata 2
FlytjandiS.A.S. tríóið, rokkhljómsveit Árna Ísleifs
Gefin út1959
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir Tónar

Lagalisti

breyta
  1. Allt í lagi - Lag - texti: Bonura - Jón Sigurðsson Hljóðdæmi
  2. Jói Jóns - Lag - texti: Leiber - Jón Sigurðsson