Frumdýr

einfruma heilkjörnungalífverur sem nærast á lífrænum efnum

Frumdýr eru einfruma lífverur sem líkjast dýrum að lifnaðarháttum, eru ófrumbjarga og geta flest hreyft sig úr stað.

Frumdýr skiptast í:

  • Slímdýr: frumuhimna myndar útskot sem dýrið notar til að fanga bráð, gleypa fæðuagnir og hreyfa sig. Undir slímdýr flokkast til dæmis amöbur.
  • Bifdýr: eru með bifhár sem eru notuð til hreyfingar, skynfæri og fæðuöflun.
  • Svipudýr: með svipur til að hreyfa sig. Lifa í samlífi í líkömum stærri dýra. Getur verið bæði til góðs, svo sem í termítum, og til ills, svo sem svefnsýki í mönnum.
  • Gródýr: eru öll sníklar. Mynda gró sem flyst úr einum hýsli yfir í annan. Gródýr eru háð vatni. Þau lifa í sjó, ferskvatni og jarðvegi.