Súludans
Súludans á við hvers kyns dans, gjarnan klámfenginn, þar sem dansarinn notar lóðrétta súlu sem leikmun.
Súludans tíðkast á nektardansstöðum (súlustöðum) en hefur einnig náð fótfestu á vesturlöndum á seinni árum sem líkamsrækt.
Sem líkamsrækt/íþrótt eða list
breytaSem list eða íþrótt, á notkun á súlum (jafnvel mörgum, og endilega ekki öllum lóðréttum) sér langa sögu, alla vega í Kína og á kínverjinn Wang Zhonghua heimsmetið í einni stöðunni, "mennskt flagg" upp á 1 mínútu og 5,71 sekúndu.[1] Þar er um að ræða einn karlmann, en önnur atriði geta samanstaðið af mörgum sýnendum.
Katrín, hertogaynja af Cambridge vaktí athygli ǽrið 2015 fyrir þáttöku í kennslustundum í súludanski til að léttast eftir barnsburð, að sögn lífvarða, skv. tímaritinu Celebrity Health & Fitness.
Sem dans á "súlustöðum" ætlaður til þess að vera kynæsandi
breytaSvokallaðir súlustaðir, þar sem nektardans er stundaður, hafa frá seinni hluta tuttugustu aldar boðið upp á alla vega eina súlu. Oft ein kona, jafnvel tvær, dansa við eða á súlunni (jafnvel í einu). Súla er í seinni tíð nær alltaf til staðar og oftast notast þó jafnvel að litlu leyti. Nektardans á sér mun lengri sögu og var ekkert notast við súlur áður.
Þó svo að karlmenn stundi líka nektardans, þá er hann meira stundaður af konum; alla vega sá dans sem notast við súlur.
Rima Fakih vakti athygli þegar hún vann Miss USA; ekki bara fyrir uppruna og trúarskoðanir en hún er upprunnin frá Líbanon úr Sjía-múslima fjölskyldu; heldur líka vegna súludanskeppni sem hún vann fyrir þátttöku í Miss USA, og mynda sem hún varði eftir að þær komust í hámæli eftir að hún varð víðfræg. Keppnishaldari Miss USA Donald Trump varði líka myndirnar, þar sem Fakih er fullklædd.[2] Hún útskýrði að þetta hafi ekki í raun verið "stipper"-keppni, enda sést hún ekki nakin, heldur kynning og yfir 100 konur voru fengnar til að "kenna þeim að dansa og vera kynþokkafullar. Þetta voru líka læknar og lögfræðingar".
Heimildir
breyta- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. mars 2017. Sótt 24. mars 2017.
- ↑ http://www.today.com/style/miss-usa-i-didn-t-do-anything-wrong-wbna37208575