Súes
Súes (arabíska: السويس (umritað: as-Suwais)) er hafnarborg í Egyptalandi nyrst í Súesflóa við suðurenda Súesskurðsins. Íbúafjöldi er um 460 þúsund. Borgin er í 135 km fjarlægð frá Kaíró.
Bærinn var lagður í rúst og yfirgefinn í Sex daga stríðinu 1967, en endurbyggður eftir að skurðurinn opnaði að nýju 1975.