Sölpur (fræðiheiti: Salpidae) eru sviflífverur sem tilheyra flokki möttuldýra. Möttuldýr eru ein af undirfylkingum seildýra og eru sjávarhryggleysingjar.[1]

Sölpur
Keðja af sölpum nærri yfirborði sjávar í Rauðahafinu.
Keðja af sölpum nærri yfirborði sjávar í Rauðahafinu.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Möttuldýr (Tunicata)
Flokkur: Thaliacea
Ættbálkur: Salpida
Ætt: Salpidae

Útlit og lifnaðarhættir

breyta

Sölpur eru gegnsæjar tunnulaga lífverur, líkami þeirra er opinn í báða enda, margar hverjar lýsa og eru undirtegundir salpa fjölmargar. Lifa þær bæði í samfélagi þar sem þær eru tengdar saman í keðju, en geta líka lifað einar. Tjáskiptamáti þeirra sín á milli er í formi rafboða. Sölpur eru mjög fljótar að fjölga sér við réttar aðstæður. Getur stærð þeirra verið frá nokkrum millimetrum uppí nokkra sentímetra og geta sölpukeðjurnar orðið allt að fimm metrar á lengd. Þær hreyfast úr stað með því að soga til sín sjóinn og nærast í leiðinni en soga þær fæðuna í gegnum holan líkama sinn þar sem slímnet sér til þess að smásæjar plöntur og dýrasvif sitji eftir. Svo má segja að þær færist ekki úr stað öðruvísi en að næra sig og næra sig ekki öðru vísi en að færast úr stað, það getur orðið vandamál þegar sölpur eru í litlu hlutfalli á móti næringunni sem til staðar er í sjónum.[2]

Útbreiðsla

breyta

Þær má finna víða en eru algengastar á suðurhveli jarðar. Sjómenn tala um sultu þegar þeir fá sölpur í veiðarfærin. Þær nærast helst á plöntusvifi og þegar plöntusvif er í hámarki þá geta þær einfaldlega ofmettast og sökkva þá til botns og drepast. Á þeim svæðum sem sölpur lifa er því algeng sjón við strendur þegar plöntusvif er í hámarki að sjá hvernig sölpuhræin hafa safnast saman í sjávarmálinu. Hér fyrir neðan má sjá hvernig sölpukeðjurnar líta út. Það þykir tilkomumikil sjón að sjá þær liðast um í sjónum í löngum keðjum.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Jón Már Halldórsson. „Hvað eru seildýr?“. Sótt 11. nóvember 2012.
  2. „Salps“. Sótt 11. nóvember 2012.
  3. „Sölpur“. Sótt 11. nóvember 2012.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Salp“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. apríl 2013.