Sósíalismi andskotans
Sósíalismi andskotans er stjórnarstefna þegar ríkið þjóðnýtir tap, en afhendir gróðann einstaklingum. Vilmundur Jónsson, landlæknir mun vera upphafsmaður þessara orða. Ragnar Jónsson skrifaði síðar grein í tímaritið Nýtt Helgafell árið 1959 sem nefndist þessu nafni. Síðan hafa þessi orð oft verið notuð í almennri umræðu.