Sóri
Sóri eða psoriasis er sjálfsofnæmissjúkdómur sem einkennist af óeðlilegum flekkjum á húð.[1] Flekkirnir eru vanalega rauðir, þurrir, með hrúðurmyndun, og valda kláða.[2] Flekkirnir geta verið fjólubláir hjá húðdökku fólki.[3] Sóri getur lagst á lítið svæði eða yfir allan líkamann.[2]
Sóri er talinn vera erfðasjúkdómur sem kemur fram vegna umhverfisáhrifa.[2] Einkennin verða oft verri um veturna og ef ákveðin lyf eru tekin eins og beta-blokkerar(en) og íbúprófen.[4] Sóri er ekki smitandi,[4] sjúkdómurinn byggist á viðbragði ónæmiskerfisins við húðfrumum.[4]
Ekki er til lækning við sóra, en meðferðir geta dregið úr einkennum.[4] Dæmi um meðferðir eru sterakrem, D-vítamín, útfjólublátt ljós, og ónæmisbælandi lyf.[1] Heimsóknir í Bláa lónið geta einnig mildað einkennin.[5]
Tvö til fjögur prósent einstaklinga eru með sóra[6] og leggst hann jafnt á karla sem konur.[1] Sóri kemur vanalega fram hjá fullorðnum.[7]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Questions and Answers about Psoriasis“. National Institute of Arthritis and Musculoskeletal and Skin Diseases. október 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2015. Sótt 1. júlí 2015.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Menter A, Gottlieb A, Feldman SR, Van Voorhees AS, Leonardi CL, Gordon KB, Lebwohl M, Koo JY, Elmets CA, Korman NJ, Beutner KR, Bhushan R (maí 2008). „Guidelines of care for the management of psoriasis and psoriatic arthritis: Section 1. Overview of psoriasis and guidelines of care for the treatment of psoriasis with biologics“. J Am Acad Dermatol. 58 (5): 826–50. doi:10.1016/j.jaad.2008.02.039. PMID 18423260.
- ↑ LeMone, Priscilla; Burke, Karen; Dwyer, Trudy; Levett-Jones, Tracy; Moxham, Lorna; Reid-Searl, Kerry (2015). Medical-Surgical Nursing (enska). Pearson Higher Education AU. bls. 454. ISBN 9781486014408.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 4,3 Boehncke, WH; Schön, MP (26. maí 2015). „Psoriasis“. Lancet. 386 (9997): 983–94. doi:10.1016/S0140-6736(14)61909-7. PMID 26025581.
- ↑ Olafsson, J (desember 1996). „The Blue Lagoon in Iceland and psoriasis“. Clinics in Dermatology (enska). 14 (6): 647–651. doi:10.1016/S0738-081X(96)00099-5.
- ↑ Parisi R, Symmons DP, Griffiths CE, Ashcroft DM (febrúar 2013). Identification and Management of Psoriasis and Associated ComorbidiTy (IMPACT) project team. „Global epidemiology of psoriasis: a systematic review of incidence and prevalence“. J Invest Dermatol. 133 (2): 377–85. doi:10.1038/jid.2012.339. PMID 23014338.
- ↑ „Questions and Answers About Psoriasis“. www.niams.nih.gov (enska). 12. apríl 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. apríl 2017. Sótt 22. apríl 2017.