Kísill

Frumefni með efnatáknið Si og sætistöluna 14
(Endurbeint frá Sólarkísill)

Kísill er frumefni með efnatáknið Si (af latneska heitinu silisíum) og er númer fjórtán í lotukerfinu. Þetta er fjórgildur málmungur en er ekki jafn hvarfgjarn og efnafræðileg hliðstæða hans, kolefni. Kísill er næstalgengasta frumefnið í jarðskorpunni sem er 25,7% kísill ef mælt er eftir þyngd. Kísill finnst í leir, feldspati, kvarsi og sandi, þá aðallega í formi kísiltvíoxíðs (þekkt einnig sem kísl) eða sílikata (efnasambönd sem innihalda kísil, súrefni og málma).

  Kolefni  
Ál Kísill Fosfór
  German  
Efnatákn Si
Sætistala 14
Efnaflokkur Málmungur
Eðlismassi 2330,0 kg/
Harka 6,5
Atómmassi 28,0855 g/mól
Bræðslumark 1687,0 K
Suðumark 3173,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast efni (ósegulmagnað)
Lotukerfið
Fyrir gúmmíkennda gerviefnið sem inniheldur kísil, sjá silíkon

Sjá einnig

breyta
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.