Síðumúlafangelsið

Síðumúlafangelsið (eða Múlinn) var íslenskt fangelsi í götunni Síðumúla í Reykjavík og nefnt eftir henni. Fangelsið hóf starfsemi árið 1973. Húsnæðið var upphaflega byggt sem bílageymsla eða bílaþvottastöð fyrir lögregluna í Reykjavík. Fangelsinu var lokað í maí 1996 og var rifið stuttu seinna. Áður en til þess kom var sett upp listasýningin Tukt í fangelsinu og var aðgangur frjáls.

Þar sátu inni ákærðir í Geirfinns- og Hafskipsmálunum.

Tengill breyta

   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi mannvirkjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.