Séstvallagata er ímynduð gata í Vesturbænum í Reykjavík. Svo snemma sem á fjórða áratug 20.aldar voru göturnar Ljósvallagata, Sólvallagata og Ásvallagata og fleiri „-vallagötur“ uppnefndar svo. Brávallagata kann aftur á móti að vera kveikjan að uppnefninu, en hún liggur á bak við Elliheimilið Grund og verkamannabústaðina og „sést“ því varla. Einnig voru til uppnefnin Finnstvallagata og Ervallagata.

Í frétt í Nýja dagblaðinu árið 1934 var staðhæft að nafnið Séstvallagata væri notað af gárungum um Brávallagötu, sem væri forarpyttur vegna vanhirðu bæjaryfirvalda.[1]



Tilvísanir

breyta
  1. Séstvallagata Nýja dagblaðið, 11. jan. 1934.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.