Ljósvallagata
Ljósvallagata er íbúðagata í Vesturbænum í Reykjavík. Hún liggur frá mótum Sólvallagötu og Hólatorgs suður að Hringbraut og er Birkimelur hálfgert framhald hennar. Einstefna er í norðurátt og hámarkshraði 30 km/klst. Vestan við götuna eru allgömul fjölbýlishús í sambyggðri röð en austan hennar er vesturhlið Hólavallakirkjugarðs.