Sérstakur saksóknari

Sérstakur saksóknari er embætti sem skipað er í tímabundið til að rannsaka grun um misgerðir þegar hagsmunaárekstur kemur í veg fyrir að ríkissaksóknari geti rannsakað málið.

Embætti sérstaks saksóknara í kjölfar efnahagshrunsins 2008

breyta

Eftir efnahagshrunið 2008 á Íslandi var embætti sérstaks saksóknara komið á fót til að rannsaka hvort refsiverð háttsemi hefði átt sér stað í aðdraganda og kjölfar hrunsins.[1] Rannsókn átti svo að fylgja saksókn ef ástæða þótti til. Embættið starfaði frá 2009-2015. Frá 2011 bar embætti sérstaks saksóknara ábyrgð á öllum rannsóknum og saksókn efnahagsbrota, eftir að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra var sameinuð embættinu.

Ólafur Þór Hauksson var skipaður í embættið þann 13. janúar 2009 af Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra. Fyrir það var Ólafur sýslumaður á Akranesi. Eva Joly var fengin til starfa fyrir embættið sem sérstakur ráðgjafi, þar sem hún var einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota í Evrópu. Hún starfaði fyrir embættið í 18 mánuði. Embættið starfaði út árið 2015, eftir það tók nýstofnað embætti héraðssaksóknara (sem Ólafur Þór var líka skipaður í) við öllum verkefnum embættisins.

Sérstakur saksóknari rannsakaði mikinn fjölda Hrunmála, sem nokkrum lyktaði með fangelsisdómum. Eitt umfangsmesta sakamál sem embættið rak var Al Thani-málið, þar sem fyrrum stjórnendur og hluthafar Kaupþings banka fengu þunga fangelsisdóma fyrir að hafa með sýndarviðskiptum haldið uppi hlutabréfaverði Kaupþings og skapað þannig falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Svikaviðskiptin fóru í gegnum katarska sjeikinn Mohammed Al Thani.

Tilvísanir

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta

Fréttir