Sæunnarsund
Sæunnarsund er þrekvirki sem kýrin Harpa þreytti árið 1987. Forsaga sundsins var að bóndi í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði þurfi að fækka gripum á bænum vegna nýrra laga um gripakvóta. Varð Harpa fyrir valinu og var hún flutt til Flateyrar þann 13. október þar sem átti að slátra henni. Í sláturhúsinu sleit kýrin sig lausa og stökk í sjóinn. Synti hún yfir Önundarfjörð þveran, um tveggja kílómetra leið, og náði landi hinu megin fjarðarins um klukkutíma síðar. Bændurnir á Kirkjubóli í Valþjófsdal voru látin vita og fylgdust þau með sundi kýrinnar yfir fjörðinn. Þegar hún skilaði sér í land ákváðu þau að launa henni afrekið og taka hana að sér. Eftir sundið var kýrin nefnd Sæunn. Sæunn lifði í sex ár til viðbótar en var felld árið 1993. Hún var þá heygð þar sem hún kom í land eftir sundið, og hefur sá staður síðan verið kallaður Sæunnarhaugur.[1][2]
Síðan 2018 hefur árlega verið haldið upp á afrekið með sundi sömu leið og Sæunn fór árið 1987.[3][4]
Heimildir
breyta- ↑ Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?“. Vísindavefurinn. Sótt 20. ágúst 2024.
- ↑ Sigurður Bogi Sævarsson (31. ágúst 2021). „Þreyttu Sæunnarsund yfir Önundarfjörð“. mbl.is. Morgunblaðið. Sótt 20. ágúst 2024.
- ↑ Kristinn H. Gunnarsson (15. ágúst 2023). „Sæunnarsundið í fimmta sinn“. bb.is. Bæjarins besta. Sótt 20. ágúst 2024.
- ↑ Bryndís Sigurðardóttir (20. ágúst 2024). „Sæunn setur öryggið á oddinn“. bbl.is. Bændablaðið. Sótt 20. ágúst 2024.