Fáni Svíþjóðar
Fáni Svíþjóðar er þjóðfáni landsins og hefur verið til í núverandi mynd frá 16. öld, þó hann hafi fyrst verið lögfestur árið 1906. Fáninn er blár með gulum krossi í miðjunni og hefur því sama form og aðrir fánar Norðurlanda.
Blái og guli liturinn þekkjast frá skjaldarmerki Magnúsar hlöðuláss á 13. öld, en form og lögun núverandi fána þó aðeins frá um 1500. Ætla má að fánninn taki mið af þeim danska sem er elsti óbreytti þjóðarfáni í heimi.
Elstu heimildir um sænska fánann eru frá upphafi 16. aldar í valdatíð Gústafs Vasa. Árið 1562 sagði í konunglegri tilskipun að fáninn skyldi vera „gult udi korssvijs fördeelt påå blot“, sem þýðir gulur kross á bláum feldi. Nákvæmlega hvernig fáninn varð til er ekki vitað en sumir segja að hann hafi orðið til á 15. öld sem andstæða við danska fánann. Löndin tvö voru þá í konungssambandi, Kalmarsambandinu, og konungar Danmerkur voru líka kóngar yfir Svíþjóð.
Hlutföll og litir
breytaHlutföll fánans eru 10:16. Bláu fletirnir til vinstri skulu vera 4:5 en þeir til hægri 4:9. Hæð krossarmanna skal vera helmingur hæðar bláu flatanna.
Samkvæmt NCS-litakerfinu skulu litir fánans vera:
- Gulur: NCS 0580-Y10R
- Blár: NCS 4055-R95B.
Litirnir eru skilgreindir þannig í Pantone-litakerfinu:
- Gulur: PMS 116 C og 109 U
- Blár: PMS 301 C eller U.